Forsíða » Námskeið
fimm c
Námskeið
Að vera skuldbundinn, góður í samskiptum, að haldast einbeittur, með góða sjálfsstjórn eða sjálfstraust er sjaldnast meðfætt. En allt þetta er hægt að þjálfa með markvissum hætti yfir langan tíma.
Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík bjóða upp á námskeið fyrir íþróttafólk, þjálfara, foreldra og stjórnendur sem vilja kynna sér 5C.
fimm c
Námskeið fyrir íþróttafólk, þjálfara, foreldra og stjórnendur
Þjálfarar
ÍSÍ og UMFÍ bjóða upp á tveggja þrepa þjálfaranámskeið.
5C - 1
8.-9. október 2025
Grunnnámskeið í 5C og sálfræðilegri færniþjálfun. Tilvalið fyrir þjálfara sem vilja kynna sér hvernig þeir geta beitt íþróttasálfræði á markvissan hátt með sínu liði.
10 bóklegir tímar
- Hvað er sálfræðileg færniþjálfun?
- Hvað eru 5C?
- Hvaða hegðun tilheyrir hverju C?
- Hvernig hefur 5C verið notað?
- 5C í mínu umhverfi? (Verkefni)
Kr. 15.900
5C - 2
Vor 2025
Að miklu leiti verklegt námskeið þar sem þjálfarar taka þekkinguna sem þeir öðluðust á fyrsta stigi og nota hana við þjálfun í sínu félagi. Þjálfarar læra að skipuleggja æfingar sem innihelda sálfræðilega færniþjálfun á markvissan og einfaldan hátt. Unnið er í 3-4 manna hópum og nemendur fá heimsókn og endurgjöf frá öðrum nemendum á meðan verklegri kennslu stendur.
20 tímar (5 bóklegir og 15 verklegir)
- Undirbúningur undir verklega kennslu (3 bóklegir tímar)
- Verkleg kennsla (15 tímar)
- Skýrsla og verkefnaskil vegna verklegrar kennslu
- Samantekt (2 bóklegir tímar)
- Stöðumat að 6 mánuðum liðnum
Kr. 29.900
Að loknu 5C – II fá nemendur 5C þjálfaradiplóma sem vottar að þeir hafi fengið kennslu í sálfræðilegri færniþjálfun íþróttafólks.
Fyrirlestur fyrir þjálfara
90 mínútur
Á þessu námskeiði er sálfræðileg færniþjálfun kynnt og hvernig þjálfarar geta nýtt 5C aðferðafræðina til að þjálfa hana markvisst.
Kr. 150.000
Iðkendur
11 - 12 ára
60 mínútna fyrirlestur þar sem sálfræðileg færni er kynnt í gegnum 5C dæmisögur og lífsleiknidæmi.
Kr. 100.000
13-16 ára
2 x 40 mínútna fyrirlestur um lífsleikni í gegnum sálfræðilega færniþjálfun og 5C aðferðafræðina.
Kr. 150.000
13-16 ára
2 x 40 mínútna fyrirlestur.
Kennt að þjálfa upp sálfræðilega færni til að auka frammistöðu.
Kr. 150.000
Meistaraflokkar / afrekslið
Gildisvinna. Hópurinn ásamt starfsfólki fer saman í gegnum hvaða 5C gildi og markvissa hegðun það vill hafa í sínu liði?
40 mín – Kynning
40 mín – Verkefnavinna í hópum
40 mín – Kynning og samantekt
Fáið tilboð
Foreldrar
ÍSÍ, UMFÍ og sérsamböndin bjóða upp á foreldranámskeið um 5C.
Námskeið úti í íþróttafélögum
2 x 60 mínútna fyrirlestur
- Hvað er sálfræðileg færniþjálfun?
- Hvernig lítur góð 5C frammistaða út?
Kr. 150.000
Sérsniðin námskeið
Hafið samband við okkur og við sérsníðum námskeið að ykkar þörfum!
Innleiðing í íþróttafélög
Innleiðing 5C aðferðafræðina inn í félag / deild.
Innleiðing 5C í íþróttafélög
Sérsniðinn pakki þar sem við aðstoðum íþróttafélög við að innleiða 5C aðferðafræðina inn í félag/deild. Tekur 8-10 mánuði eftir aðstæðum. Við komum reglulega og vinnum með stjórnendum og þjálfurum í að innleiða 5C aðferðafræðina sem er markviss leið til að þjálfa sálfræðilega færni hjá iðkendum.
Við blöndum saman strúktúr sem hefur verið notaður á Íslandi og erlendis, við sérstakar aðstæður samstarfsaðilans.
Fyrsta skref er kynningarfundur með stjórnendum. Ef ákveðið er að láta slag standa er reitt fram mánaðarlegt gjald í gegnum ferlið sem tekur mið af umfangi innleiðingarinnar.
Kennarateymi 5C
Kennarateymi 5C aðferðafræðinnar hefur á að skipa reynslumiklum einstaklingum. Við erum að bæta við hópinn og tilkynnum um nýtt fólk á næstunni.
Daði Rafnsson
Daði heldur utan um 5C námskeiðin á Íslandi. Hann er að ljúka doktorsnámi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík, þar sem rannsóknin snerist um markvissa sálræna þjálfun.
Daði hefur verið fagstjóri Afrekssvið Menntaskólans í Kópavogi frá stofnun og kennir kúrsana Íþróttasálfræði í gegnum lífið og Afreksþjálfun í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur áralanga reynslu af þjálfun knattspyrnuliða, af þjálfaramenntun hjá KSÍ. Hann hefur einnig starfað sem þjálfari hjá Jiangsu Suning í Kína og við ráðgjöf hjá fyrirtækinu Kynisca sem á knattspyrnufélögin Washington Spirit, Olympique Lyon og London City Lionesses.
Grímur Gunnarsson
Grímur Gunnarsson er klínískur sálfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað sem sálfræðingur KSÍ undanfarin þrjú ár. Þar sinnir hann sálfræðitengdri vinnu með kvennalandsliði Íslands í knattspyrnu og yngri landsliðum.
Umfram vinnu sinni hjá KSÍ sinnir hann einstaklings- og hópavinnu með íþróttafólki ásamt fræðslu og kennslu á stofunni Heil-Heilsumiðstöð.