fimm c

Vörur

Fyrirhugað er að útbúa fjölbreyttar vörur þar sem hugmyndafræði 5C er nýtt í ýmsu samhengi. Fyrsta varan eru 5C spilin, en von er á fleiri vörum þegar fram líða stundir.

fimm c

5C Vörur

Spli, bækur og bolir

5C vörurnar eru hugsaðar til þess að nýta hugmyndafræði 5C í fjölbreyttu samhengi við leik og störf.

5C spilastokkur

5C spilin eru ætluð til að vekja íþróttafólk, þjálfara og foreldra til umhugsunar um sálræna færni.

Hverju C-i fylgja tólf spil sem ýmist eiga að hjálpa til við að hefja umræður eða leysa verkefni sem tengjast skuldbindingu, samskiptum, einbeitingu, sjálfsstjórn og sjálfstrausti. 

Spilin hafa meðal annars verið notuð í knattspyrnudeild Fylkis, fimleikadeild Ármanns, Afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi og Afrekssviði Fjölbrautaskóla Vesturlands.

Hægt er að nota þau við ýmsar aðstæður og á sveigjanlegan hátt. Þannig hafa mismunandi þjálfarar og kennarar fundið upp á nýstárlegum leiðum til að nota þau hjá sínum hópum, til dæmis;

  • Þjálfarar hafa notað þau til að brydda á umræðum við leikmenn um C sem þeir eru að vinna í inni á æfingum.
  • Foreldrar hafa notað þau til að eiga umræðu við börn sín um sálræna færni og lagt þeim fyrir verkefni.
  • Kennarar í framhaldsskólum hafa sett fyrir verkefnatíma og umræðutíma út frá spilunum.

Spilin má panta hjá skrifstofu ÍSÍ og UMFÍ og kosta kr. 1.500 stokkurinn.

Vara

Væntanlegt

Vara

Væntanlegt

Vara

Væntanlegt

Scroll to Top