Fimm C

Sálfræðileg færniþjálfun íþróttafólks

Markvissar leiðir til árangurs fyrir félög, þjálfara, íþróttafólk og foreldra

Fimm C

Sálfræðileg færniþjálfun íþróttafólks

Markvissar leiðir til árangurs fyrir félög, þjálfara, íþróttafólk og foreldra

Íþróttafólk sem nær langt þarf að geta haft innri áhugahvöt og stjórn á eigin tilfinningum, haldið einbeitingu, átt uppbyggileg samskipti og verið öruggt með eigin getu í fjölbreyttum aðstæðum.

Foreldrar spila mikilvægan þátt í íþrótta uppeldi barna sinna og eru hlutverk þeirra margvísleg. Þau skipuleggja til að mynda dagskrá barnanna, ferðir til og frá æfingum og keppni og fjármagna þátttöku.

Íþróttafólk sem vill ná langt þarf að þróa með sér sálræna og félagslega færni til þess að ná íþróttamarkmiðum sínum.

Börn og unglingar eiga að geta vænst þess að þau upplifi öryggi innan raða íþróttafélaga. Einnig að þau fái þar tækifæri til að þroskast og þróast sem manneskjur sem geta tekist á við margvíslegar áskoranir í lífinu.

Um Fimm C

5C  er aðferðafræði sem byggir á rannsóknum og er notuð víða um veröld í sálfræðilega færniþjálfun í íþróttum. Hún snýst um að kenna íþróttafólki að átta sig á margvíslegum kröfum sem eru gerðar til þeirra. Með því geta þau öðlast færni og eiginleika sem hjálpa þeim að dafna innan sem utan íþróttanna. 

Play Video
Reynslusaga

Daði Rafnsson

Daði hefur notað 5C hjá Breiðablik, Háskólanum í Reykjavík, Orlando City, Washington Spirit og á Afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi. „Ég hóf vegferð mína með 5C árið 2015 þegar ég var yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks og þjálfaði kvennalið Augnabliks.“

Lesa grein »
Reynslusaga

Emma Weir

Emma Weir hefur notað 5C sem íþróttasálfræðingur hjá Aston Villa. „Hjá Aston Villa höfum við unnið með leikmönnum í akademíunni frá U9-U16 ára. Við erum með þrjá starfsmenn sem innleiða 5Cs yfir þessa aldurshópa. Sérstök áhersla er lögð á hvernig 5Cs geta haft áhrif á leikmenn, þjálfara og foreldra.“

Lesa grein »
fimm c

Reynslusögur

Við erum stolt af því að hafa átt í samstarfi við fjölda leiðandi samtaka og félaga og stutt ungt íþróttafólk í þessum aðstæðum til að þróa sálfélagslega færni sem hefur gert þeim kleift að dafna í íþróttum sínum. 

Erasmus og samstarfsaðilar

Verkefnið 5C hlaut styrk úr styrkjaáætlun Evrópusambandsins Erasmus+ árið 2021. Að verk­efn­inu stóðu ÍSÍ, UMFÍ, Knattspyrnusamband Íslands, Fim­leika­sam­band Íslands, Há­skól­inn í Reykja­vík, Nottingham Trent háskólinn og Loug­h­borough há­skólinn í Englandi. Tvö félög tóku þátt í verkefninu, fimleikadeild Ármanns og knattspyrnudeild Fylkis. Bæði starfs­menn fé­lag­anna og þjálf­ar­ar komu að verkefninu, ásamt rann­sókn­art­eymi háskólanna.

Scroll to Top