fimm c

Námskeið

Að vera skuldbundinn, góður í samskiptum, að haldast einbeittur, með góða sjálfsstjórn eða sjálfstraust er sjaldnast meðfætt. En allt þetta er hægt að þjálfa með markvissum hætti yfir langan tíma. 

Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík bjóða upp á námskeið fyrir íþróttafólk, þjálfara, foreldra og stjórnendur sem vilja kynna sér 5C. 

fimm c

Námskeið fyrir íþróttafólk, þjálfara, foreldra og stjórnendur

5C þjálfaranámskeið á vegum ÍSÍ og UMFÍ

ÍSÍ og UMFÍ bjóða upp á tveggja þrepa þjálfaranámskeið. Bæði námskeiðin eru kennd á haustönn og vorönn. Þar kynnast þjálfarar hugmyndafræðinni og hvernig hægt er að nýta sér hana í daglegri þjálfun.  

5C I

Hvað er sálfræðileg færniþjálfun og hvernig getur hún gagnast íþróttafólki?

  • Hvað er sálfræðileg færniþjálfun?
  • Hvað eru 5C?
  • Hvernig er 5C notað í mismunandi umhverfi?
  • Tæki og tól til að vinna með 5CHvernig lítur góð sálfræðileg færni út í þínu umhverfi?
5C II

Að koma sálfræðilegri færniþjálfun inn í æfingaáætlun

  • Að gera æfingaáætlun með 5C
  • Hópavinna og skipulag
  • Æfingar með eigin hópi – tímaseðlar
  • Endurgjöf og lærdómur
Foreldranámskeið

ÍSÍ, UMFÍ og sérsamböndin bjóða upp á foreldranámskeið um 5C

Hægt er að panta öll námskeiðin sérsniðin fyrir þitt félag. Hafið samband við okkur og við aðstoðum ykkur.

Scroll to Top