Reynslusaga

Emma Weir

Emma Weir hefur notað 5C sem íþróttasálfræðingur hjá Aston Villa. „Hjá Aston Villa höfum við unnið með leikmönnum í akademíunni frá U9-U16 ára. Við erum með þrjá starfsmenn sem innleiða 5Cs yfir þessa aldurshópa. Sérstök áhersla er lögð á hvernig 5Cs geta haft áhrif á leikmenn, þjálfara og foreldra.“
Þetta er mín saga

Emma Weir

Hjá Aston Villa höfum við unnið með leikmönnum í akademíunni frá U9-U16 ára. Við erum með þrjá starfsmenn sem innleiða 5Cs yfir þessa aldurshópa. Sérstök áhersla er lögð á hvernig 5Cs geta haft áhrif á leikmenn, þjálfara og foreldra.

Leikmenn
Við stefnum að því að allir leikmenn fái sálræna þjálfun á tíma sínum í akademíunni. Við veitum stuðning með samræðum við einstaklinga, hópavinnu og uppákomum, þjálfaramenntun, þverfaglega teymisvinnu og viðeigandi inngrip. 5Cs er sveigjanlegur rammi sem gerir okkur kleift að koma sálfræði beint til leikmanna. Þau skapa sameiginlegt tungumál fyrir þá til að skilja og þróa með sér sálfræðilega og félagslega færni.

Þjálfarar
Við fræðum þjálfara um 5C og útvegum þeim verkfæri sem gagnast þeim í þjálfun. Við kennum þeim í gegnum námskeið og fundi og fræðum þá um kenningarnar á bakvið hvert C. Við ræðum svo hvernig á að útfæra 5C á áhrifaríkan hátt með þann tilgang að þróa sálfræðilega færni leikmannsins.
Endurgjöf í gegnum 5C er stór hluti af starfi okkar hjá AVFC. Fylgst er með þjálfurum reglulega og þeir fá endurgjöf um hvernig þeir hafa skilað sínu á fundum og æfingum. Við gefum endurgjöf til að varpa ljósi á hluti sem hægt væri að leggja áherslu, til að fagna árangri þjálfara sem hafa unnið með 5C, eða hjálpum þeim að setja sér 5C markmið.

Foreldrar
Vinna okkar með foreldrum hefur falið í sér vinnustofur á staðnum og á netinu. Þessar vinnustofur miða að því að styðja foreldra, auk þess að fræða þau um hvernig þau geta hjálpað til við að þróa 5Cs innra með barninu sínu. Í gegnum 5C byggjum við upp tengsl og sköpum tækifæri fyrir samtöl við foreldrana, sem gerir þeim á móti kleift að spyrja spurninga og öðlast betri skilning á því hvernig íþróttasálfræði getur hjálpað barninu sínu að dafna.

Útkoman
5C hafa skapað jákvæða menningu með sameiginlegu tungumáli, sem gerir öllum leikmönnum, starfsfólki og foreldrum kleift að skilja sálfræðilegar áherslur okkar. Notkun 5C hjá Aston Villa hjálpar fólki að skilja sálfræðileg áhrif á frammistöðu og hvernig við getum þróað sálræna og félagslega færni til að dafna innan og utan íþróttarinnar.

Scroll to Top