Forsíða » Reynslusögur
fimm c
Reynslusögur
Við erum stolt af því að hafa átt í samstarfi við fjölda leiðandi samtaka og félaga og stutt ungt íþróttafólk í þessum aðstæðum til að þróa sálfélagslega færni sem hefur gert þeim kleift að dafna í íþróttum sínum.
Með tíð og tíma bætast við fleiri reynslusögur.
fimm c
Þetta er okkar reynsla
Daði Rafnsson
Daði hefur notað 5C hjá Breiðablik, Háskólanum í Reykjavík, Orlando City, Washington Spirit og á Afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi. „Ég hóf vegferð mína með 5C árið 2015 þegar ég var yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks og þjálfaði kvennalið Augnabliks.“
Emma Weir
Emma Weir hefur notað 5C sem íþróttasálfræðingur hjá Aston Villa. „Hjá Aston Villa höfum við unnið með leikmönnum í akademíunni frá U9-U16 ára. Við erum með þrjá starfsmenn sem innleiða 5Cs yfir þessa aldurshópa. Sérstök áhersla er lögð á hvernig 5Cs geta haft áhrif á leikmenn, þjálfara og foreldra.“
Ben Walker
Ben er íþróttasálfræðingur hjá Leicester City. „5C hafa verið miðpunktur í afreksstarfi Leicester City í um áratug. Alls bera fimm starfsmenn ábyrgð á innleiðingu 5C þvert á akademíuna, og starfa með leikmönnum, þjálfurum, starfsfólki og foreldrum. Markmiðið er að uppfylla kröfur ensku úrvalsdeildarinnar í að styðja við sálrænan þroska og vellíðan leikmanna í samræmi við heildræna sýn á hæfileikamótun.“